Handbók seljenda

1. júní 2015

Ljósmyndun

Ljósmyndir gegna lykilhlutverki þegar kemur að sölu á netinu. Það er því mikilvægt að taka góðar og fallegar ljósmyndir af vörunni og passa upp á lykilatriði svo sem fókus og stærð. Hér eru nokkur aðriði sem gott er að huga að.

Náttúruleg birta

Gott er að taka myndir af vörunni á björtum stað með dreifðri náttúrulegri lýsingu. Til að minnka skugga er hægt að nota ljósdreifara. Hægt er að búa til sinn eigin ljósdreifara með því að nota hvítt veggspjald eða þykkan pappa klæddan álpappír. Einnig getur hvítur fatnaður hjálpað við endurspeglun ljóss á myndefnið.

Notkun ljóskassa

Hægt er að búa til sinn eigin ljóskassa til að taka faglega útlítandi myndir fyrir lágmarks tilkostnað. Hér er er gott myndband um hvernig slíkur ljóskassi er búinn til.

Hafðu vörurnar í fókus

Stillingar á dýptarskerpu (Depth of Field) á myndavélinni er sérstaklega mikilvægt þegar mynda á litlar vörur svo sem skartgripi. Gott er að stilla á Manual Mode á stafrænum myndavélum. Veldu lægstu stillingu ljósops sem í boði er sem mun vera tilgreind sem stærsta f-talan, svo sem „f/22“. Minna ljósop mun gera þér kleift að sýna alla vöruna í fókus frekar en bara hluta af vörunni.

Stöðugleiki er mikilvægur

Þegar mynda á litlar vörur er gott að nota þrífót eða borð við myndatökuna til að fá eins skarpar myndir og hægt er. Ef þú heldur á myndavélinni á meðan myndirnar eru teknar er möguleiki á að þær verði hreyfðar.

Notkun Macro Mode til að sýna smáatriði

Macro Mode gerir myndavélinni kleift að taka myndir í fókus í mikilli nálægð við vöruna. Gott er að taka slíkar myndir til að sýna smáatriði. Stilltu myndavélina á Macro Mode með vöruna nálægt myndavélalinsunni, ca. 10 til 30 cm. Ekki gleyma að slökkva á Macro Mode þegar mynda skal vöru í meiri fjarlægð.

Mismunandi áferð bakgrunns

Veldu bakgrunn eftir smekk. Hugmyndir að náttúrulegum bakgrunni eru t.d. sandur, gras, steinar, tré, korn og smásteinar. Endurunnir og gamlir hlutir geta einnig verið nytsamir sem aukahlutir á myndum, t.d. kertastjakar, gamlar bækur, dúkar og ýmiss konar hráefni.

Ekki gleyma lokavinnslu myndanna

Þú þarft ekki að kunna á Photoshop eða vera grafískur hönnuður til að gera myndirnar þínar glæsilegar. Til eru mörg notendavæn forrit fyrir ljósmyndavinnslu eins og iPiccy og PicMonkey. Þetta eru allt forrit sem gera notendanum kleift að klippa, lýsa og efla myndir á fljótlegan og auðveldan hátt.

Sending

Seljendur hjá Kisanum fá 15% afslátt af sendingargjöldum Póstsins gegn framvísun kvittunar vegna sölunnar á pósthúsi. Þegar senda skal vöru þarf að hafa í huga nokkur atriði til að auka ánægju kaupanda og velgengni búðarinnar.

Sendið fljótt og örugglega

Þegar vara hefur verið keypt skiptir máli að senda vöruna eins fljótt og auðið er til að fá góðar umsagnir og gott orðspor.

Pakkið vörunni vandlega

Mikilvægt er að pakka vörunni vandlega svo hún skemmist ekki á leiðinni. Gott er að notast við gömul dagblöð o.þ.h. til að vernda vöruna ef með þarf. Hér má sjá Terry Gibbs nokkurn sýna dæmi um góða og slæma innpökkun á Youtube:www.youtube.com/watch?v=71GlJE1iv5g

Notið fallegar pakkningar

Ánægja kaupanda af vörunni margfaldast við það að fá hana afhenta í fallegum umbúðum. Ánægðir kaupendur, vinsælli búð! Hægt er að kaupa fallegar pakkningar á viðráðanlegu verði t.d. hjá www.spirall.is.

Búið til eigin kassa ef svo ber undir

Ef varan passar ekki í tilbúna kassa má alltaf búa kassann til. Það er auðvelt og hagkvæmt. Við mælum með því að nota þykkan pappa, dúkahníf og gott og sterkt límband. Hægt er að nálgast leiðbeiningar fyrir hinar ýmsu tegundir kassa hér endurgjaldslaust: www.templatemaker.nl

Ekki gleyma sölukvittun frá Kisanum!

Til þess að fá 15% afslátt af sendingargjaldi hjá Póstinum þarf að koma með útprentaða sölukvittun frá Kisanum á pósthúsið. Nóg er að koma með þá sölukvittun er seljandinn fær með tölvupósti og sýna hana í afgreiðslunni. Einnig er gott að láta sölukvittun fylgja með vörunni til kaupanda þegar hún er send.

Verðlagning & fjármál

Verðlagning

Þegar kemur að verðlagningu vara þarf að huga að ýmsum atriðum. Gott er að gera lista, t.d. í Excel, til þess að halda utan um hvað hver vara þarf að kosta að lágmarki:

  • Efniskostnaður – hvað kostaðir efnið í vöruna?
  • Tími – hvað tók langann tíma að búa til vöruna?
  • Sendingarkostnaður - viltu hafa hann innifalinn ef verslað er fyrir ákveðna fjárhæð?
  • Söluþóknun og skráningargjald - gott er að reikna strax inn í verðið söluþóknunina og skráningargjaldið.

Treystið þó alltaf eigin innsæi. Kostnaður segir ekki til um rétt verð, þótt verðið þurfi að vera hærra en kostnaðarverð. Ef þú hefur reynslu af sölu vara er eigið innsæi oft og tíðum betri kostur en nokkur Excel-tafla.

Skattar

Gætið þess að setja vöruna í rétt skattþrep. Á Íslandi eru nú þrjú þrep, 0%, 11% og 24%. Upplýsingar um skattþrep eftir vörutegundum má finna á vefsíðu Ríkisskattstjóra. Gætið þess að skrá reksturinn á vsk-skrá: www.rsk.is/atvinnurekstur/virdisaukaskattur/skraning-a-vsk-skra/

Sala til útlanda ber ekki virðisaukaskatt.

Gætið þess að fylgja ávallt lögum og reglum og skila sköttum á réttum tíma. Allt slíkt er á ábyrgð seljanda. Ekki ber að líta á ábendingar Kisans sem skattaráðgjöf og Kisinn ehf. ber enga ábyrgð á skattamálum seljenda. Leitið ráðgjafar hjá fagaðila ef þörf krefur.

Markaðsmál

Sérstaða verslana á Kisanum

Þó kaupendur flykkist í hinar venjulegu búðir í leit að góðum og hagkvæmum kaupum þá koma Kisagestir í búðir síðunnar í leit að einhverju einstöku. Kisinn hvetur seljendur til að uppfylla væntingar kaupandans um sjónræna upplifun. Til þess þarf að hafa nokkur atriði í huga sem birtast hér að neðan.

Leggið metnað í myndatökur

Ekkert hefur meiri áhrif á kaupandann líkt og myndirnar af vörunum þínum. Nýlegar rannsóknir á hegðun kaupenda á netinu sýna að ljósmyndir af vörunum hafa langtum meiri áhrif á kaupendur en nokkuð annað.

Notaðu öll fimm myndaplássin sem í boði eru fyrir hverja vöru til að miðla mikilvægum upplýsingum um vöruna, þ.á.m. stíl, stærð, notkun og umbúðum. Gott er að láta bakgrunn og leikmuni vera í stíl eða passa að þeir njóti sín saman í heildarsvip búðarinnar.

Láttu persónuleika þinn skína

Það er fátt jafn heillandi og manneskja sem ekki er hrædd við að vera hún sjálf og deilir með manni sögu sinni. Láttu ljós þitt skína í dálkinum Um seljandann og segðu frá sjálfri/sjálfum þér. Segðu t.d. frá því hvernig þú byrjaðir á því sem þú ert að selja og hvernig það starf hefur þróast.

Traust viðskipti

Kaupandinn vill vera viss um tvo hluti þegar hann kaupir vöru: Að varan muni mæta þörfum þeirra og að viðskiptin séu örugg. Verið viss um að leggja fram skýrar skilareglur og takið fram hvort hægt sé að fá endurgreitt ef þið bjóðið upp á að hægt sé að skila vöru. Vöruúrval hefur einnig áhrif á kaupandann.

Bjóðið upp á fjölbreytileika í vörum og verði

Þegar þú býður upp á fjöbreytileika í bæði vöruúrvali og verði nærð þú til breiðari hóps kaupenda. Fleiri kaupendur eru tilbúnir að prófa að kaupa vörur þínar sért þú með eitthvað á viðráðanlegu verði. Þeir hinir sömu eru líklegri til að kaupa dýrar vörur hjá þér seinna meir ef hún/hann er ánægð(ur) með vöruna. Og svo spyrst þetta út!

Fallegar vörulýsingar

Ef vörurnar þínar eru handunnar, þín eigin uppfinning eða ef þú hefur nostrað við þær á einhvern hátt þá má varpa kastljósinu á það í vörulýsingunum. Gott er að tala lítið eitt um vinnsluferlið eða taka fram af hverju þessi vara er eins og hún er. Var einhver sérstök hugmynd eða hugleiðing að baki vörunni? Stendur hún fyrir eitthvað ákveðið? Allt þetta í bland við hagkvæmar upplýsingar svosem stærð, þyngd, lit og hvað það sem þér dettur í hug að taka fram er gott að hafa í vörulýsingu.

Facebook, Twitter & Instagram

Ekki vera hrædd(ur) við að deila vörunni þinni á samfélagsmiðlum. Einnig er hægt að fara í sérstakar kynningarherferðir með þeirra hjálp t.d. með því að kaupa auglýsingar á Facebook en þá er hægt að tilgreina kyn, aldur og áhugamál þeirra sem sjá auglýsingarnar þínar. Það getur verið mjög markviss markaðssetning.

Pakkningar

Persónulegar og fallegar pakkningar eru mjög móðins. Fólki finnst skemmtilegri upplifun að fá vörurnar í fallegum umbúðum. Það er tiltölulega ódýrt og einfalt að hífa vörurnar á örlítið hærri stall með fallegum pakkningum og það borgar sig margfalt.

Skráðu þig á póstlista Kisans

Á póstlistanum færðu send nýjustu tilboð og fréttir frá ritstjórninni