Opnaðu þína verslun á Kisanum

Kisinn (www.kisinn.is) auðveldar fólki og fyrirtækjum að opna sína eigin búð í samfélagi við aðrar.

Kisinn sérhæfir sig í íslensku handverki, hönnun, list og öðrum vörum alls staðar að af landinu.

Það kostar ekkert að opna búð sína á Kisinn.is.

En það er ekkert alveg ókeypis. Það kostar 100 kr. að setja vöru í búðina. Fjöldi eintaka af þessari vöru getur verið 1 eða 50. En aðeins greiðast einu sinni 100 kr. að því gefnu að vörurnar séu allar eins.

Þá munu greiðast 12.5% af sölunni í þóknun.

Kisinn tekur við öllum kreditkortum og mun á seinni stigum einnig taka við paypal og netgíró. Kisinn kemur greiðslum áfram til söluaðila.

Kisinn er með 15% afslátt á sendingargjöldum hjá Póstinum ef sölukvittun frá Kisanum er sýnd við póstlagningu.

Ef búðareigandi á Kisanum vill bjóða öðrum að opna búð í verslunarsamfélaginu, fá báðir aðilar 30 ókeypis skráningar á vörum í sinni búð.

Kisinn leggur metnað sinn í öfluga kynningu á vefnum svo ekki fari á milli mála hvar heitustu vörur landsins fást.

Ef frekari upplýsingar vantar, sendið okkur póst á info@kisinn.is.

Skráðu þig á póstlista Kisans

Á póstlistanum færðu send nýjustu tilboð og fréttir frá ritstjórninni