Sandra G

Um seljandann

HVER ER ÉG?
Ég heiti Sandra og hanna og bý til skart. Ef þið eruð með spurninga megið þið gjarnan hafa samband við mig á netfangi designsandrag@gmail.com
(SVENSKA: Jag heter Sandra och designar och tillverkar smycken. Priserna står i isländska kronor, men vi skickar även till Sverige och har fri frakt till Sverige. Om ni har några som helst frågor eller synpunkter får ni gärna kontakta mig på designsandrag@gmail.com.)

BLOGGSIÐA:
www.designsandrag.blogspot.com

INSTAGRAM:
@designsandrag

FACEBOOK:
Design Sandra G

Línurnar mínar:
FALLEG ORÐ
Falleg orð sem ég stimpla inn á plötur úr ekta silfri. Hver og einn stafur er sleginn inn með hamri. Þú getur því pantað hvaða texta sem þú vilt, svo lengi að hann komist fyrir á plötunni.Það er hægt að velja hvort hengið sé sett á kúlukeðju, venjuleg keðja eða leðurreim. Sumar útgáfur eru "unisex" og passar bæði konum og körlum. Ekta silfur.

NAFNASKART
Hugmyndin er sú að það á að vera hægt að bera með sérbörnin/fjölskylduna sína hvert sem er og það nálægt hjartastað. Þú velur einfaldlega hvaða texti sem þú villt (sem kemst fyrir á plötunni). Það er hægt að velja hvort hengið sé sett á kúlukeðju, venjuleg keðja eða leðurreim. Einnig er hægt að velja hvort stafirnir séu dökkir eða ólitaðir. Sumar útgáfur eru "unisex" og passar bæði konum og körlum. Ekta silfur.

FRÖKEN SANDRA
Fyrir okkur sem sjá það fallega í gömlum og notuðum hlutum sem hafa sál...hef ég skapað nýja línu sem minnir á liðna tíð, þar sem ég nota nýtt og gamalt í bland. Þannig fá hlutir frá gömlum skartgripum, innréttingarmunum og fleiru nýtt líf! Hver og einn skartgripur verður því einstakur og aldrei tveir nákvæmlega eins.
Með þessu móti vil ég fagna því gamla,slitna og notaða...

STEINAR OG PERLUR
Ég vinn mikið úr ekta steinum og ferskvatnsperlum og finnst æðislegt að finna þyngdina á skarti úr ekta hráefni og orkuna sem kemur af náttúruafurðum. M.a. bý ég til skart úr agat, kvarts, marmara og túrkissteinum.

MEÐFERÐ Á SKARTI
Ekta ferskvatnsperlur/steinar eru náttúruafurðir, farðu vel með þær. Skartgripirnir mínir sem eru úr ekta silfri líður best ef þeir eru notaðir sem oftast og verða bara fallegri með tímanum! Á skarti sem er bara silfurhúðað og ekki gegnheilt silfur getur aftur á móti eyðing átt sér stað með tímanum. Til að halda þeim skartgripunum fallegum sem lengst er gott að hafa í huga að láta ekki skartið blotna og ekki geyma það í röku umhverfi eins og inni á baði eða í glugga. Best er að geyma skartið í pokanum sem þú keyptir það í. Þá rispast skartið síður! Ekki setja ilmvatn beint á skartið.

Skráðu þig á póstlista Kisans

Á póstlistanum færðu send nýjustu tilboð og fréttir frá ritstjórninni