Hnoðri

frá Helga handverk

Hnoðri er uppskrift að hlýjum og mjúkum hekluðum ullargalla fyrir börn, með skýringarmyndum, táknum og skrifuðum leiðbeiningum.

Stærðir fyrir 1, 2ja og 3ja ára.

Gallinn er heklaður úr dásamlegu merinó ullargarni frá Kartopu á 5 mm nál.

Innblásturinn fyrir þessum galla kemur frá hefðbundna íslenska lopapeysumunstrinu en ég fann hvergi heklaðan heilgalla sem heillaði svo ég endaði með að hekla einn upp úr mér. Þegar ég var svo hvött til að gera uppskrift ákvað ég að láta slag standa, gerði nýjan galla og skrifaði upp leiðarvísi. Ég svara glöð öllum fyrirspurnum og vil mjög gjarnan gera uppskriftina læsilega og aðgengilega svo endilega látið mig vita ef þið hafið ábendingar að betri framsetningu eða þurfið hjálp.

ATH: Þegar greitt hefur verið fyrir uppskriftina birtist takki þar sem uppskriftinni er hlaðið niður. Ef þú lendir í vandræðum með að sækja uppskriftina geturðu sent kvittun á helgahandverk@gmail.com og ég sendi uppskriftina til baka í tölvupósti.

Í flestum tilfellum fara vörur í póst daginn eftir pöntun en ef þarf að seinka afhendingu verður viðskiptavinurinn látinn vita samdægurs.

890 kr.
Meira frá seljanda

Skráðu þig á póstlista Kisans

Á póstlistanum færðu send nýjustu tilboð og fréttir frá ritstjórninni