Brot úr alheimspúslinu

frá Ólöf R. Benediktsdóttir

Verkið "Myndverk af alheiminum í 1000 pörtum var klippimynd unnin í tölvu úr myndum af stjörnuþokum, prentað á plexigler og skorið í lazerskera.

Verkið var prentað og skorið fyrir LungA 2015 og sett saman í þáttökugjörningi föstudaginn 18. júlí. Sýningin var opnuð kl. 21:15 og púslið kláraðist kl. 23:40. Myndin fékk að standa heil í 20 mínútur en á miðnætti var verkið tekið saman og gestir hátíðarinnar gátu eftir það keypt eitt brot úr alheiminum. Hvert einasta brot er einstakt en hægt er að panta samliggjandi brot til að gefa vininum eða ástinni brot úr alheiminum sem passar við manns egið.

Hvert og eitt brot er eign þess sem kaupir það og honum er frjálst að gera hvað sem er við það. Sumir vilja breyta brotunum í skartgripi, aðrir ramma þau inn og einhver talaði jafnvel um að gera úr þeim sólgleraugu. Einu skilyrðin sem að listamaðurinn setti voru þau að fá sendar aftur myndir og frásagnir af því sem varð um

brotin.

Ég er að safna saman myndum af verkinu á samfélagsmiðlum undir kassamerkinu #1000partar. Vinsamlegast sendið mér mynd af því hvað þið gerið við ykkar brot á olofbenedikts@gmail.com og notið kassamerkið ef þið setjið myndir af því á samflélagsmiðla.

Ath. að sendingakostnaður er innifalinn í verðinu

1.500 kr.

Skráðu þig á póstlista Kisans

Á póstlistanum færðu send nýjustu tilboð og fréttir frá ritstjórninni