Mósaik - Steinar

frá Erna Björk mosaic.is

Myndin er unnin úr náttúrulegum íslenskum steinum og gleri. Við vinnslu myndarinnar er að hluta stuðst við aldagamla tækni sem ég lærði á Ítalíu en í stað þess að höggva marmara er notast við íslenskt grjót.

Fjölbreytt litaval og margvíslegar bergtegundir hleypa hugmyndaraflinu á flug og er þarna skemmtilegur efniviður sem gefur handverkinu sérstakt yfirbragð. Má því segja að þetta sé leikur að litum sem landið hefur uppá að bjóða.

Stærð myndarinnar með ramma er um 24 x 24 cm.

Mér er umhugað um að viðskiptavinur sé sáttur við vöruna og komi athugasemdum eða sendi fyrirspurnir á netfangið eba@mosaic.is eða hringi í síma 615 1127.

Enginn póstkostnaður er lagður á vöruna hér. Afhending skv. samkomulagi, send, sótt eða póstlögð.

15.850 kr.

Aðeins ein vara eftir!

Meira frá seljanda

Skráðu þig á póstlista Kisans

Á póstlistanum færðu send nýjustu tilboð og fréttir frá ritstjórninni