Húslestur, bókamerki, rúnir "Drottinn blessi heimilið"

frá Mission

Þetta bókamerki er útskorið (gegnumskorið) með textanum "Drottinn blessi heimilið". Sjá einnig bókamerki fáanleg með öðrum textum.

Bókamerkið “Húslestur” minnir okkur á þrjá þætti í menningu Íslendinga, Gamla torfbæinn, húslesturinn forna og séríslensku stafina Þ og ð.

Það er mikilvægt að hafa í huga að bókamerkið ber heitið "Húslestur" og af því tilefni eftirfarandi ritað á bakhlið umbúðanna. “Þetta bókamerki ber nafnið “Húslestur”. Það er sýn okkar að húslestur nútímans megi leiða okkur til betri vegar á hverjum degi. Valið lestrarefni og gagnrýnin hugsun gefur af sér þekkingu sem ber ávöxt. Njótið vel !”.

Á ensku er einnig ritað "This bookmark is titled "Húslestur" which literally translates as House reading and was through centuries an Icelandic tradition by which a person would read for the household in the evening. It is our believe that modern "Húslestur" might make us better people. Select what you read, choose what you keep and "Húslestur" will be fruitful.

Merkið festist vel í bók og stendur lítið upp úr henni. Á endanum eru sér íslensku stafirnir “þ” og “ð”. Stafurinn “Þ” er upphaflega úr germönskum rúnum. Stafurinn “ð” er tekinn úr engilsaxneskri skrift. Báðir stafirnir teljast til sterkra sérkenna íslenskrar tungu.

Merkið er smíðað úr 0,9 mm ryðfríu stáli sem er pólerað. Það er 14 cm á lengd og torfbærinn er um 3 cm á hæð. Á endanum hangir hraunkúla í nylonhúðuðum stálþræði. Tilvalið er að hengja eitthvað persónulegt í stað kúlunnar s.s. gamlan stakan eyrnalokk, hóffjöður, silfurkeðjubút eða annað.

Umbúðirnar prýða þessa gamla mynd sem máluð var af danska málaranum August Schiött árið 1861 og sýnir húslestur í torfbæ á Íslandi. Það má alveg leiða hugann af því hversu mikilvægur húslestur er í íslenskri menningarsögu og velta fyrir sér spurningunum…Hvað gerðu Íslendingar við gömlu torfbæina og hvernig er húslestur og kvöldvaka nútímans ?

Hönnun: Ingimundur Þór Þorsteinsson

3.900 kr.
Meira frá seljanda

Skráðu þig á póstlista Kisans

Á póstlistanum færðu send nýjustu tilboð og fréttir frá ritstjórninni