Tex-stíl töskur - Hekltaska - Prjónataska

frá Helga handverk

Vandaðar töskur fyrir öll garn-verkefnin á ferðinni. Með þrem götum og rúmgóðum vösum fyrir garnið. Að auki er lítill vasi aftan á töskunni. Töskurnar eru fallegar og fást í mörgum litum. Hönnuðurinn hefur lagt mikla vinnu í hvert smáatriði. Töskunni er smellt saman með segul smellu svo rennilásar skemmi ekki garnið. Taskan er rúmgóð (u.þ.b. 25x40 cm) og auðvelt að nota sem veski með öllum helstu nauðsynjum. Axlarólin er stillanleg allt frá u.þ.b. 60-120 cm löng fyrir elskendur textíls af öllum stærðum og gerðum.

Leiðbeiningar:

Þráðurinn er dreginn innan úr dokkum og svo út um samsvarandi gat á töskunni. Verkefnið geymist svo í fremra hólfinu. Með þessum töskum eru garnaflækjur nánast úr sögunni!

Helga hannar og saumar allar sínar vörur sjálf í vinnustofu sinni á höfuðborgarsvæðinu. Hver taska er því handgerð af einstakri natni og eru gæðin eftir því.

Í flestum tilfellum fara vörur í póst daginn eftir pöntun en ef þarf að seinka afhendingu verður viðskiptavinurinn látinn vita samdægurs.

Meira frá seljanda

Skráðu þig á póstlista Kisans

Á póstlistanum færðu send nýjustu tilboð og fréttir frá ritstjórninni