Í kastljósi Kisans

BJÖRG HELEN SKART

Björg Helen heiti ég og hanna skart fyrir konur á öllum aldri. Það er alltaf eitthvað nýtt og spennandi í vinnslu hjá mér. Ég geri mikið af sérpöntunum fyrir konur bæði í hálsmenum og armböndum. Einnig hef ég hannað og selt Kærleikshjörtu í mörg ár. Þau eru einstaklega falleg gjöf við ýmis tækifæri.

Vörur frá BJÖRG HELEN SKART

Urta Islandica

Urta Islandica sérhæfir sig í framleiðslu úr íslenskum jurtum. Vörulínan okkar samanstendur af jurtate, jurtakryddsöltum, sultum og sýrópum. Einkunnarorð okkar eru: Faglegt - Frumlegt - Fallegt

Vörur frá Urta Islandica

BERG íslensk hönnun

BERG er lítið hönnunarfyrirtæki á Langanesi sem leggur áherslu á hönnun í heimabyggð. Ný vörulína með ljósmyndum af Svartfuglseggjum hefur verið í mótun í vetur en einnig er unnið með Langanesið, útlínur þess og lögun.

Vörur frá BERG íslensk hönnun

Railis Design

Our studio is located in beautiful Husavik, Iceland. We collect our natural supplies from the surrounding area, too. After all, our goal is to bring Iceland's beauty and charm home to you. Come and browse our goods – you'll love what you'll find! Every time I walk down a path in the woods of Iceland, my breath gets taken away by the sheer beauty of everything around me. Iceland’s starry skies, lush forests, and sunny beaches have inspired me to become a better person to the planet. For a while, all I could think of is how I can share this kind of natural beauty with the world, and how I can do so without being part of the reason why earth’s environment is in peril. As a result, I started to make original artwork using some of the parts of nature that I have found while walking around Iceland, including rocks, driftwood, and even flowers. All of it is as eco-friendly as can be, and they give people the ability to share Iceland’s rich culture with the world.

Vörur frá Railis Design

VARMA

ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA Öll hönnun hjá okkur er íslensk, allt framleitt á Íslandi, hráefni að stærstum hluta band sem framleitt er hjá Ístex úr ull frá íslenskum bændum og allar okkar mokkavörur eru úr íslenskum skinnum frá Loðskinni á Sauðárkróki. Varma leggur áherslu á að þróa og nýta íslenska ull í hágæða íslenska vöru og vera trú uppruna sínum, enda eru gæði íslensku ullarinnar og mokkaskinnsins einstök. Töluvert er um innflutning á prjónavörum sem framleiddar eru erlendis úr erlendri og íslenskri ull. Hér er bæði um að ræða handprjónaðar og vélprjónaðar vörur. Notuð eru íslensk munstur og reynt með hönnun og umbúðum að höfða þannig til kaupenda að þeir álíti að um íslenska ull og framleiðslu sé að ræða. Þetta sýnir að íslenskar ullarvörur, bæði mynstur og áferð, hafa ákveðna sérstöðu og eru svo eftirsóttar að reynt er að líkja eftir þeim. Öll framleiðsla Varma fer fram hér á landi.

Vörur frá VARMA

mAnuFraKtura

We (me and my tomcat) are small studio for animal-friendly-handmade stuff. We don't use leather, silk, wool or any other animal "source". We prefer cotton, cordura, nylon etc. for limited edition of backpacks mainly, but we also love toys and drawing. Everything is made by myself in Czech Republic. ♥︎mAnuFraktura with Love♥︎

Vörur frá mAnuFraKtura

Prjónaæði

Handunnar prjónaflíkur úr 100% íslenskri ull/lopa. Lopinn er einstaklega hlýr, mjúkur og léttur í sér.

Vörur frá Prjónaæði

Íselja

Íselja handverk saumar allar vörurnar og elskar að töfra fram fallega og nytsama hluti með saumavélinni. Litir efna og tvinna eru óendanlega margir fegurð og gæði handverks á að njóta sín. Nafnið Íselja er samsett úr upphafsstaf nafna dætra minna og míns. Njóttu þess að skoða verslun mína. Arndis Leifs. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á Facebook síðu minni Íselja Handverk https://www.facebook.com/Handverkogutsaumur

Vörur frá Íselja

VEGG

VEGG hannar og framleiðir vegglímmiða og margnota gluggamyndir til skreytinga innandyra.

Vörur frá VEGG

Bility

Vörur frá Bility

TdP design

Klæðilegur og þægilegur fatnaður á konur í öllum stærðum. Hugsunin á bakvið flíkurnar eru að þær á að nota! Þ.e. bæði við hátíðleg tilefni ásamt því að nota sömu flíkina í vinnunni.... semsagt hægt að klæða flíkurnar upp og niður með fylgihlutum. www.facebook.com/tdpdesign

Vörur frá TdP design

Ólöf R. Benediktsdóttir

Ólöf Rún Benediktsdóttir er ungur myndlistamaður sem hefur verið iðin við sýningarhald undanfarin misseri. Hún hefur valið að selja verkin sín í gegnum vefverslun á Kisinn.is.

Helga handverk

Uppskriftir að hekluðum flíkum og fylgihlutum. Handgerðir fylgihlutir fyrir þá sem lifa textíl sem lífsstíl! Fylgstu með @helgahandverk á Instagram, Twitter og Facebook.

Vörur frá Helga handverk

Illa teiknaðar skopmindir eftir Bert

HÆ! Jég teikna illa metnaðarfullar skopmindir. Ekki hika við að panta thessa nútíma klassík. Vantar þig skopmindir firir árshátíðir, vinnustaði, bekkjarblöð eða langar þig að koma gestunum í næsta partíi á óvart. Sendu mér skilaboð fyrir tilboð í margar mindir.

Tulipop

Töfrandi Tulipop ævintýraheimurinn var skapaður af tveimur góðum vinkonum, Signýju Kolbeinsdóttur, vöruhönnuði og teiknara, og Helgu Árnadóttur, tölvunarfræðingi og MBA. Markmið Signýjar og Helgu með Tulipop er að búa til skapandi og fallegar vörur fyrir börn sem höfða til fólks á öllum aldri. Í Tulipop heiminum búa krúttlegar og heillandi persónur, eins og sveppstrákurinn hugljúfi Bubble, sem ann öllu sem hrærist, og systir hans Gloomy, hugrakka og ævintýragjarna sveppastelpan sem hræðist ekkert.

Vörur frá Tulipop

Von Collection

Von Collection er vörulína af íslenskum skartgripum, aðallega armbönd og hálsmen. Það er ýmislegt sem við notum í vörurnar, td leður, glerperlur, glyskúlur, skeljar bæði sem við týnum sjálf í fjörunni og aðkeyptar, margar gerðir af steinum og ýmislegt fleira.

Vörur frá Von Collection

Geislar

Geislar hönnunarhús sérhæfir sig í hönnun, framleiðslu og sölu á leikföngum og gjafavöru. Gjafavörurnar og minjagripirnir eru einfaldir og fallegir - margir með fornum munstrum og rúnum - hannaðir út frá aldagamalli rúmfræði, svokölluðu „blómi lífsins“. Módel leikföngin er skemmtilegt að setja saman og mála sem er bæði skapandi og þroskandi fyrir börnin og svo þola þau alvöru leik. Vörurnar eru umhverfisvænar, gerðar úr viði og öðrum náttúrulegum hráefnum og eru allar framleiddar á verkstæði Geisla. Langflestar pakkast flatar og eru í lágmarks umbúðum sem brotna 100% niður í náttúrunni.

Vörur frá Geislar

Margrét Kröyer

Verk mín eru langflest unnin með akrýl og blandaðri tækni á striga, pappír, panel og ýmislegt annað. Hágæða eftirprentanir á 250g hálf mattan pappír. Þær hafa verið vinsælar í Bandaríkjunum og nýlega komnar í sölu hér. Upprunalegu verkin eru sum seld. Ef spurningar vakna eða einhverjar sér óskir, þá ekki hika við að senda mér línu á magga@m-kroyer.com Einnig www.m-kroyer.com

Vörur frá Margrét Kröyer

Sandra G

HVER ER ÉG? Ég heiti Sandra og hanna og bý til skart. Ef þið eruð með spurninga megið þið gjarnan hafa samband við mig á netfangi designsandrag@gmail.com (SVENSKA: Jag heter Sandra och designar och tillverkar smycken. Priserna står i isländska kronor, men vi skickar även till Sverige och har fri frakt till Sverige. Om ni har några som helst frågor eller synpunkter får ni gärna kontakta mig på designsandrag@gmail.com.) BLOGGSIÐA: www.designsandrag.blogspot.com INSTAGRAM: @designsandrag FACEBOOK: Design Sandra G Línurnar mínar: FALLEG ORÐ Falleg orð sem ég stimpla inn á plötur úr ekta silfri. Hver og einn stafur er sleginn inn með hamri. Þú getur því pantað hvaða texta sem þú vilt, svo lengi að hann komist fyrir á plötunni.Það er hægt að velja hvort hengið sé sett á kúlukeðju, venjuleg keðja eða leðurreim. Sumar útgáfur eru "unisex" og passar bæði konum og körlum. Ekta silfur. NAFNASKART Hugmyndin er sú að það á að vera hægt að bera með sérbörnin/fjölskylduna sína hvert sem er og það nálægt hjartastað. Þú velur einfaldlega hvaða texti sem þú villt (sem kemst fyrir á plötunni). Það er hægt að velja hvort hengið sé sett á kúlukeðju, venjuleg keðja eða leðurreim. Einnig er hægt að velja hvort stafirnir séu dökkir eða ólitaðir. Sumar útgáfur eru "unisex" og passar bæði konum og körlum. Ekta silfur. FRÖKEN SANDRA Fyrir okkur sem sjá það fallega í gömlum og notuðum hlutum sem hafa sál...hef ég skapað nýja línu sem minnir á liðna tíð, þar sem ég nota nýtt og gamalt í bland. Þannig fá hlutir frá gömlum skartgripum, innréttingarmunum og fleiru nýtt líf! Hver og einn skartgripur verður því einstakur og aldrei tveir nákvæmlega eins. Með þessu móti vil ég fagna því gamla,slitna og notaða... STEINAR OG PERLUR Ég vinn mikið úr ekta steinum og ferskvatnsperlum og finnst æðislegt að finna þyngdina á skarti úr ekta hráefni og orkuna sem kemur af náttúruafurðum. M.a. bý ég til skart úr agat, kvarts, marmara og túrkissteinum.

Vörur frá Sandra G

Erna Björk mosaic.is

Mosaikverk unnin úr smalti, íslenskum steinum, skeljum, hrúðurkörlum o.fl. Lopapeysur prjónaðar eftir eigin hönnun og munstri. Innkaupapokar saumaðir úr 100% bómull.

Vörur frá Erna Björk mosaic.is

MÓHH verk

Verk eftir mig, Margréti Ósk Hildi Hallgrímsdóttur, Ég er með tilbúin verk hér til sölu og tek einnig að mér sérpantanir,

Vörur frá MÓHH verk

Skráðu þig á póstlista Kisans

Á póstlistanum færðu send nýjustu tilboð og fréttir frá ritstjórninni