Erna Björk mosaic.is

Leikur að litum - Íslenskt handverk

Um seljandann

Mosaikverk unnin úr smalti, íslenskum steinum, skeljum, hrúðurkörlum o.fl.
Lopapeysur prjónaðar eftir eigin hönnun og munstri.
Innkaupapokar saumaðir úr 100% bómull.

Í mósaikverkum notast ég gjaran við aldagamla mósaíktækni og oft á nútímalegan hátt í efnisvali og hugmyndum. Ég lærði þessa tækni, auk portrait og gólfskreytingar hjá Mosaic Art School í Ravenna á Ítalíu.
Kennari minn þar Luciana Notturni er einn fremsti mósaiklistamaður Ítala sem vinnur með þessa ævafornu tækni auk þess sem hún er víðfrægur sérfræðingur í viðgerðum á meistaraverkum fyrri alda. Luciana Notturni er annt um þessa gömlu arfleið og leggur metnað sinn í að miðla af þekkingu sinni svo að þessi gamla tækni gleymist ekki.
Í stað ítalska marmarans nota ég íslenskt grjót í verkum mínum enda er það uppáhalds efnið mitt.
Hugmyndirnar og efnistök sæki ég gjarnan í íslenska náttúru og er það markmið mitt að verkin beri sterkt íslensk yfirbragð. Vona ég að það hafi tekist.

Skráðu þig á póstlista Kisans

Á póstlistanum færðu send nýjustu tilboð og fréttir frá ritstjórninni